Holdgervingur Heilbrigðs Lífstíls

Síðustu vikur hef ég verið að tileinka mér heilbrigðari lífstíl. Stóð við orðin mín og hef verið að vakna 07:00 alla morgna. Eða kannski ekki alla morgna en samt einhverja daga. En hef verið duglegur að mæta í ræktina! Já, það mætti segja að ég sé á góðri leið á að verða holdgervingur heilbrigðs lífstíls. 

Hver má segja það? Allir. Allir mega segja það. 

Þetta er basically ég

Þetta er basically ég

Sá titill fylgir auðvitað mikil ábyrgð, sem ég er auðvitað tilbúinn í. Sem dæmi fórum við Ína í bíó um daginn á stórmyndina Dune og ég hjólaði í bíó. Ekki lengur fjögurra dekkja maður, tvö dekk alla leið takk fyrir. Ekki nóg með það að ég sé að breyta um lífstíl, þá er ég líka að bjarga heiminum. Það er nú ekki í frásögur færandi en hún Ína mín hjólaði ekki. Hún tók taxa. Þarna liggur ástæðan fyrir því að ég sé holdgervingur heilbirgðs lífstíls en ekki hún. Dune er mögnuð mynd, mæli eindregið með henni. t

Ég er auðvitað búinn að fagna þessum nýja sjálfskipaða titli með nokkrum bjórum. Maður verður að fagna, er það ekki?

Í þessum leiðangri mínum hef ég uppgötvað eitt. Ræktarauglýsingar ljúga. Í öllum auglýsingum fyrir ræktina, sem ég hef rekist á, eru fullt af fólki skælbrosandi eða hlæjandi á meðan þau eru að gera planka eða hnébeygju eða eitthvað álíka. Ein auglýsingin var af hópi fólks í miðjum spinning tíma brosandi. 

Ég fór einu sinni í spinning og ældi.

Önnur auglýsing sýndi fólk vera hlæjandi í miðjum hnébeygjuhoppum. Hnébeygjuhopp er ekkert nema sársauki. Allt lygar! Gerið ykkur grein fyrir þessu elsku lesendur, það er ekkert gaman í ræktinni. Þetta er djöfulsins vinna, ekkert nema vinna. Mikill sársauki og mikill sviti. Það geta komið tár, ég sver það. Það hlær enginn í planka. Ég vil sjá raunveruleikann á þessum plakötum. Allar líkamsræktarstöðvar heimsins eru heppnar að ég sé að fara í Marketing Management. Ég mun breyta þessu, engar áhyggjur. 

Þetta líka

Þetta líka

Annars eru allir ferskir. 

Mamma Ínu kom í heimsókn í síðustu viku og fórum við öll saman í svaka verslunarferð. Keypti mér ný föt fyrir skólann, þótt ég eigi ekkert efni á því en þið vitið þetta, fake it till you make it! 

Mömmu Ínu fannst eldhússkáparnir okkar eitthvað furðu tómir. Ísskápurinn einnig ekki upp á marga fiska. Ísskápurinn fínn samt, það var aðallega innihald ísskápsins. Matvöruverslun it is. Hún sá svo sannarlega til þess að við þurftum ekki að fara aftur í búðina fyrr en um jólin. Nema auðvitað að hún hafi laumað hamborgarhryggnum í körfuna án þess að ég tók eftir. 

Takk kærlega fyrir. Alltaf velkomin aftur!!


Síðustu daga hefur verið einhver helvítis útihátið í garðinum okkar. Bókstaflega í garðinum. Þetta var krúttlegt og skemmtilegt á laugardaginn, en þá fórum við og kíktum á stemminguna og fengum okkur smá bjór og rosa gaman. Ekki eins krúttlegt á sunnudaginn, mánudaginn og í dag. Það tekur á að hlusta á „LE GUSTA LA GASOLINA“ til 02:00 og svo byrjar skoppa og skrítla klukkan 10:00. Það er eins og þau vita ekki að hinn eini sanni holdgervingur heilbrigðs lífstíls býr hérna. Hann þarf svefn! Síðasta kvöldið í kvöld, vonum það besta að þau spila einhver önnur lög allavega. 

Skólinn byrjar á morgun, ekki lengur í fríi. Kominn tími til verð ég að segja. Ég er tilbúinn að setjast aftur á skólabekk. Notkun misvísandi og heimskulegra auglýsinga í ræktinni verður mastersritgerðin mín. 

Vonandi klárast tónleikarnir snemma í kvöld.

Þar til næst.

XOXO

Previous
Previous

Hakk og Spakk Connoisseur

Next
Next

Heimsókn frá Íslandi og Lífstílsbreytingar