Níu til fimm
Kem mér úr rúminu og ráfa fram í eldhúsið til hella mér í einn rjúkandi heitan bolla af metnaði. Geispa og teygi úr mér og reyni að vakna til lífs og hoppa svo í sturtu og finn að blóðið fer að dæla. Á sama tíma á götunni er umferðin farin af stað, fyrir fólk eins og mig, í vinnunni frá níu til fimm.
Enn og aftur, ég og Dolly Parton á sömu blaðsíðu. En þannig er það nú, verandi vinnandi maður frá níu til fimm þá gefst ekki eins mikill tími til þess að sinna aðdáendum. En auðvitað kem ég með sunnudags bloggpóstinn, en hann verður kannski eins merkilegur og áður.
Nema auðvitað að hann verði það. Sem er auðvitað bara smekksatriði
Markmið mitt með þessu bloggi er að víkka sjóndeildarhringinn og taka ykkur úr vestrænni kvikmyndagerð og gefa ykkur smjörþefinn af einni mögnuðustu mynd allra tíma. Shaolin Soccer. Kínversk íþróttakómedía úr smiðju Stephen Chow.
Eigum við ekki að setja pásu á Kevin Hart og Dwayne the Rock og læra að meta Asíska kvikmyndagerð
Enn og aftur. Smekksatriði.
Annars læt ég fylgja gjörsamlega galið atriði úr myndinni.
Handritið eitt ætti að vera nóg til þess að dýrka þessa mynd. Vondi kallinn í myndinni er fótbolta lið sem heitir Team Evil.
Comedy Gold
Annars þangað til næst.
xoxo